Fréttir

Áhugavert að takast á við þetta verkefni

Auður Finnbogadóttir
Auður Finnbogadóttir

"Mér fannst mjög áhugavert að takast á við þetta verkefni þegar leitað var til mín með að setjast í stjórn Norðlenska. Það er afar lærdómsríkt að kynnast starfi framleiðendanna og taka þátt í því að efla enn frekar sterkt fyrirtæki eins og Norðlenska er. Það er greinilega kröftugur hópur starfsmanna í Norðlenska og stjórnin virkar mjög sterk. Það eru greinilega allir samstíga um að gera gott fyrirtæki enn betra," segir Auður Finnbogadóttir, stjórnarformaður Norðlenska. 

Hún segist ekki hafa þekkt til Norðlenska áður en til hennar var leitað um að setjast í stjórn fyrirtækisins að öðru leyti en því að það framleiddi þekktar kjötvörur eins og t.d. Goðavörurnar, KEA-hangikjöt og Húsavíkurhangikjöt, svo eitthvað sé nefnt.

"Það er ljóst að stærsta verkefnið framundan er að halda sjó í þeim efnahagssveiflum sem eru að eiga sér stað í þjóðfélaginu og munu væntanlega verða eitthvað áfram á þessu ári. Í slíku umróti þarf að halda vel á spöðunum til þess að fyrirtæki haldi sínum hlut. Síðan er það auðvitað verkefnið að vinna að áframhaldandi vexti fyrirtækisins."

Auður telur það bera vott um mikinn kraft og framsýni hjá bændum að fá stjórnarmenn í Norðlenska utan sinna raða "og fá til liðs við sig sérfræðinga á sínu sviði. Þetta kom mér skemmtilega á óvart og hafði sitt að segja í því að ég ákvað að gefa kost á mér til starfa fyrir félagið. Með góðum rekstrarárangri undanfarin þrjú ár hafa stjórnendur Norðlenska sýnt það að þeir eru búnir að skapa traustan grunn og ætla sér að byggja áfram ofan á hann," segir Auður Finnbogadóttir.

Auður er viðskiptafræðingur að mennt og starfar í dag sem fjármálaráðgjafi fyrir fagfjárfesta. Hún býr í Garðabæ, en fæddist og ólst upp suður með sjó, nánar tiltekið í Garði.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook