Fréttir

Álagagreiðslur Norðlenska vegna vetrarslátrunar

Vegna slátrunar sauðfjár í nóvember og desember greiðir Norðlenska álag á útgefið listaverð vegna haustslátrunar. Þessar álagsgreiðslur taka til flokkanna E - O og fituflokka 1 - 3+. Greitt verður föstudaginn í viku eftir slátrun. Þá ber þess að geta að útflutningsskylda er 16% til og með 7. nóvember nk., en lækkar þá í 10%.

Ljóst er að vetrarslátrun verður í sláturhúsi Norðlenska á Höfn og þá verður slátrað á Akureyri fyrir Norðurland, verði þess óskað.

Álagsgreiðslur Norðlenska í vetrarslátrun verða sem hér segir:

Vetrarslátrun    Geymslugjald    Álag Norðlenska    Samtals kr. pr. kg.
5.-9. nóv.               6.50              18.50                     25.00
12.-16. nóv.            6.50              25.50                     32.00
19.-23. nóv.            6.50              25.50                     32.00
26. nóv.-14. des.    13.00             30.50                     37.00


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook