Fréttir

Aldrei meiri súrmatur

Eggert smakkar súrsað lostætið.
Eggert smakkar súrsað lostætið.

Þótt jólin nálgist óðfluga eru starfsmenn Norðlenska ekki einungis með hugann við hinn hefðbundna hátíðamat. Þeir hafa búið sig undir Þorrann frá því snemma í haust og fyrstu föturnar með súrmat eru þegar farnar í verslanir – enda margir sem gæða sér á honum oftar en á Þorranum, til dæmis um áramótin.

„Við höfum aldrei sett jafn mikið í súrmatsframleiðslu og fyrir komandi Þorra. Við byrjuðum að sjóða niður í súr í byrjun september, um leið og sláturtíðin hófst og lukum verkinu í byrjun  nóvember,“ segir Eggert Sigmundsson vinnslustjóri Norðlenska á Akureyri.

„Framleiðslan byggir á aldagamalli hefð en á framleiðslutímabilinu er súrmatsgerðin undir ströngu gæðaeftirliti kjötiðnaðarmanna okkar og gæðafólks, þar sem fylgst er reglulega m.a. með sýru og hitastigi í mysunni og bragðgæðum, auk þess að við sendum sýni til skoðunar með tilliti til örveruvaxtar,“ segir Eggert.

„Allt lofar þetta mjög góðu. Við reiknum með að Íslendingar haldi áfram að borða súrmeti sem aldrei fyrr,“ segir Eggert.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook