Fréttir

Allt á fullu í hangikjötinu

“Ég held að sé óhætt að segja að þetta gangi ljómandi vel,” sagði Sigmundur Hreiðarsson, vinnslustjóri Norðlenska á Húsavík, en þar er nú allt á fullu í vinnslu á jólahangikjötinu.
Norðlenska framleiðir sem fyrr fjórar tegundir hangikjöts; KEA-, Húsavíkur-, Fjalla- og Sambandshangikjötið, auk þess sem framleitt er hangikjöt sérmerkt ákveðnum matvöruverslunum.

 “Ég held að sé óhætt að segja að þetta gangi ljómandi vel,” sagði Sigmundur Hreiðarsson, vinnslustjóri Norðlenska á Húsavík, en þar er nú allt á fullu í vinnslu á jólahangikjötinu. 

 

Norðlenska framleiðir sem fyrr fjórar tegundir hangikjöts; KEA-, Húsavíkur-, Fjalla- og Sambandshangikjötið, auk þess sem framleitt er hangikjöt sérmerkt ákveðnum matvöruverslunum. Sigmundur segir að vitaskuld séu ýmsar leyniformúlur í gangi varðandi verkun og reykingu á þessum tegundum, en kannski sé mest um vert að þeir sem verki hangikjötið hafi að leiðarljósi að halda í gamlar og góðar hefðir. Liður í því er að allt hangikjöt Norðlenska er reykt við tað, sem víða er orðið erfitt að fá, en Sigmundur segir að Norðlenska sé þeirrar gæfu aðnjótandi að nokkrir bændur á starfssvæðinu sjái fyrirtækinu fyrir nægu taði, enda er það eitt af lykilatriðunum í því að ná fram hinu eina sanna hangikjötsbragði. 

Mikil vinna – en skemmtileg

“Við hófum hangikjötsvinnsluna í lok október og síðan höfum verið á fullu, jafnt virka daga sem um helgar. Við verðum einfaldlega að keyra allt á fullu til þess að anna eftirspurninni,” segir Sigmundur. “Vissulega er þetta mikil törn, en þetta er jafnframt skemmtilegur tími,” bætir hann við.

En hvenær skyldi hin eiginlega jólahangikjötssala hefjast? Sigmundur svarar því til að reynslan sé sú að hún hefjist ekki að marki fyrr en um tíu dögum fyrir jól og langmest sé salan þó í síðustu vikunni fyrir jól, ekki síst í hangikjöti með beini. Hann tekur þó fram að á Þorláksmessu sé yfirleitt ekki mikil sala, þá vilji menn vera búnir að kaupa jólamatinn og nýta daginn í gjafakaup og njóta dagsins á annan hátt.

 


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook