Fréttir

Allt að verða klárt fyrir sprengidaginn

Ragnheiður Jóhannesdóttir og Sigmundur Óli Eiríksson í kjötvinnslu Norðlenska á Húsavík.
Ragnheiður Jóhannesdóttir og Sigmundur Óli Eiríksson í kjötvinnslu Norðlenska á Húsavík.

Undirbúningur fyrir sprengidaginn hefur staðið undanfarnar vikur. Allt kjöt er komið í salt og nú er unnið að því hörðum höndum að pakka lostætinu til þess að landinn geti glaðst á réttum tíma yfir saltkjöti og baunum. Sprengidagurinn er eftir rúma viku, þriðjudaginn 16. febrúar.

Að sögn Sigmundar Hreiðarssonar, stöðvarstjóra Norðlenska á Húsavík, afgreiðir fyrirtækið um 95% af öllu sprengidags-saltkjötinu þegar í næstu viku og mesta salan á sér jafnan stað þrjá síðustu dagana fyrir hátíðina sjálfa; á laugardegi, sunnudegi og mánudegi.

„Miðað við það magn sem við seljum má áætla að um 150.000 manns borði saltkjöt frá okkur, sem er ekki lítið og ljóst að hlutirnir verða að vera í lagi  á þessum mikla lambakjötsdegi,” segir Sigmundur Hreiðarsson.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook