Fréttir

Aukin áhersla á vöruþróunina

“Við höfum verið að leggja verulega aukna áherslu á vöruþróun í fyrirtækinu. Ég sinnti þessum þætti í hálfu starfi á móti gæðastjórnuninni, en frá og með áramótum erum við tveir starfsmenn í fullu starfi í vöruþróuninni,” segir Sigurgeir Höskuldsson, vöruþróunarstjóri Norðlenska.“Við höfum verið að leggja verulega aukna áherslu á vöruþróun í fyrirtækinu. Ég sinnti þessum þætti í hálfu starfi á móti gæðastjórnuninni, en frá og með áramótum erum við tveir starfsmenn í fullu starfi í vöruþróuninni,” segir Sigurgeir Höskuldsson, vöruþróunarstjóri Norðlenska.
Sigurgeir segir að þessar auknu áherslur á vöruþróunina birtist á ýmsan hátt. Meðal annars sé aukið samstarf við bæði mötuneyti og verslanir um þróun nýrra vara. Starfsmenn mötuneyta komi t.d. fram með óskir um vörur, sem Norðlenska leitist við að mæta eftir því kostur er. Þetta eigi til dæmis við um bæði mötuneyti skóla og leikskóla, en þar er stóraukin áhersla á hollustu vörunnar með minna salti, minni fitu og að sneitt sé hjá óþolsefnum.
Enginn vafi er á því, að mati Sigurgeirs, að á næstu misserum og árum verður þróunin enn frekar í þá átt að framleiða tilbúna rétti og um leið verði vöruúrval aukið. Neytendur séu greinilega mun meira meðvitaðir en áður um innihald vörunnar og hollustu.
“Þessa dagana erum við á fullu við að undirbúa grillvertíðina. Við munum leggja áherslu á ýmsar skemmtilegar nýjungar í þeim efnum í ár,” segir Sigurgeir, en almennt má segja að grillvertíðin hefjist um páska, en vissulega ræður veðurfarið þar töluvert miklu.

Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook