Fréttir

Gríðarleg sala á slátri á Akureyri

Sala á slátrum er gríðarlega góð í Samkaupum við Hrísalund á Akureyri og virðist hún ætla að verða mun meiri í ár en í fyrra. "Það er búið að vera mikið að gera í slátursölunni og á morgun munum við afhenda um 500 slátur. Það er mun meira en við höfum áður séð á einum degi," sagði starfsmaður í Hrísalundi.

 

Þær upplýsingar fengust að áberandi fleiri af yngri kynslóðinni keyptu nú slátur í Hrísalundi en t.d. í fyrra. Algengt er að fólk taki 5, 10 eða 15 slátur og greinilegt er að fólk er stórtækara í sláturgerðinni en áður, enda er hér um afar ódýran og góðan mat að ræða. Slátrið kostar 990 krónur í Hrísalundi með brytjuðum mör en 925 krónur án brytjaðs mörs.

Slátursölunni í Hrísalundi lýkur á föstudag í næstu viku, 10. október. Fólki er bent á að það þarf að leggja inn pöntun fyrir slátrunum í Hrísalundi fyrir klukkan 12 á daginn og þá fæst það afhent eftir kl. 14 daginn eftir.

"Slátursalan fór frekar rólega af stað hérna en um leið og fór að kólna færðist aukinn kraftur í hana. Slátursalan verður að þessu sinni tæpar þrjár viku og sá tími er nú hálfnaður. Ég geri fastlega ráð fyrir að það verði mikið að gera þá daga sem eftir eru af slátursölunni," sagði starfsmaður í slátursölu Norðlenska á Húsavík.

Lokadagur slátursölunnar á Húsavík er 10. október - föstudagur í næstu viku - og því er ástæða til að hvetja fólk að geyma það ekki að verða sér úti um slátur, sem í allri þessari dýrtíð er klárlega hagstæðasti matur sem völ er á. Eitt slátur kostar 883 krónur í slátursölunni á Húsavík, með brytjuðum mör kostar það 942 krónur.
Allur gangur er á því hversu mörg slátur fólk tekur. Fimm til tíu slátur er þó það algenga og dæmi eru um allt að 40 slátur.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook