Fréttir

Aukinn útflutningur

Á fyrstu mánuðum þessa árs hefur Norðlenska aukið útflutning töluvert. Lágt gengi krónunnar gerir það að verkum að útflutningur er hagstæður um þessar mundir og segir Sigmundur E. Ófeigsson, framkvæmdastjóri Norðlenska, að framlegð af útflutningnum sé vel viðunandi.

Jafnvel þótt gengi krónunnar kunni að styrkjast eitthvað á næstu mánuðum, eins og Seðlabankinn spáir, telur Sigmundur engu að síður að útflutningur verði áfram vænlegur.

"Eins og staðan er núna eru útflutningsmarkaðir okkar að fá gott verð. Við höfum aukið töluvert útflutning á heilum lambaskrokkum til Noregs og Færeyjamarkaður er stöðugur og okkur mjög mikilvægur. Færeyingar kaupa ýmsar vörur af okkur - t.d. læri og hryggi, svið og saltkjöt, svo eitthvað sé nefnt. Einnig seljum við sem fyrr töluvert af slögum til, Bretlands," segir Sigmundur.

Góðar líkur eru á því, að mati Sigmundar, að nýir erlendir markaðir fyrir íslenskar kjötvörur opnist. Í því sambandi nefnir hann að fyrirspurnir hafi borist frá Kanada um frosið lambakjöt og fleiri þjóðir hafi lýst áhuga á kaupum á kjötvörum frá Norðlenska.

Þá er þess að geta að í mars sl. flutti Norðlenska út fyrstu gámana af lambabeinum til afríkuríkisins Ghana, þar sem þau eru nýtt til þess að búa til súpur. Um er að ræða frampartabein og bein úr slögum. Þessi útflutningur þykir áhugaverður og þrátt fyrir að töluverða fjármuni kosti að flytja beinin frá Íslandi og alla leið til Ghana er útkoman úr heildardæminu viðunandi. Að öðrum kosti væri beinunum fargað hér heima með tilheyrandi kostnaði.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook