Fréttir

Frumkvöðlastarf lofar góðu

Breytingin á fjórum árum er ótrúleg.
Breytingin á fjórum árum er ótrúleg.

Í nýjasta Bændablaðinu er sagt frá samstarfi Norðlenska við Landgræðslu ríkisins, um uppgræðslu með lífrænum úrgangi frá sláturhúsinu á Húsavík. Þar er haft eftir Daða Lange Friðrikssyni að frumkvöðlastarf þetta lofi góðu, en grætt hefur verið upp bæði í landi Húsavíkur og á Hólasandi.

Eins og greint var frá hér á síðunni í fyrra er gori safnað í tank við sláturhúsið og oft farnar tvær ferðir á dag með þennan kjarngóða efnivið til uppgræðslu. Á undanförnum árum hefur verið dreift um 500 tonnum af slíku lífrænu efni frá fyrirtækinu, en um 600 tonnum í sláturtíðinni í ár.

Með þessu móti má gera mikið gagn með úrgangi sem annars hefði þurft að urða með umtalsverðum kostnaði eða losa í sjó fram með tilheyrandi mengun. Í heild fellur til mikið magn af lífrænum úrgangi í sláturhúsum, sem nýta mætti betur í þágu landsins,“ segir m.a. í Bændablaðinu.

Blaðið segir ennfremur: Árangurinn af uppgræðslustarfi Norðlenska lofar mjög góðu. Mjög mikill uppblástur og jarðvegseyðing hefur verið upp með Húsavíkurfjalli, þar sem lífræni úrgangurinn hefur verið notaður við uppgræðslu.

Lesa Bændablaðið. Fréttin um Norðlenska er á bls. 8.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook