Fréttir

Bændafundir á Austurlandi

Nú þegar sauðfjársláturtíð er lokið boðar Norðlenska til funda með bændum. Fyrstu fundirnir verða haldnir á Austurlandi og verða sem hér segir.Nú þegar sauðfjársláturtíð er lokið boðar Norðlenska til funda með bændum.  Fyrstu fundirnir verða haldnir á Austurlandi og verða sem hér segir.

Hofgarði, Öræfum, þriðjudaginn 23. nóvember  kl:14:00
Mánagarði, Höfn, þriðjudaginn 23. nóvember  kl: 20:00
Hótel Bláfelli, Breiðdalsvík, miðvikudaginn 24. nóvember kl:13:00
Ekkjufelli V/Fellabæ, miðvikudaginn 24. nóvember kl: 20:00

Á fundina mæta stjórnendur Norðlenska ásamt fulltrúum Búsældar.
Megin tilgangur þessara funda er að ræða nýliðna sláturtíð og það sem famundan er.  Norðlenska hvetur alla bændur til að mæta á fundina en þess má geta að á fundina á Breiðdalsvík  og Ekkjufelli kemur Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson bóndi í Borgarfirði en hann hélt meðal annars til Bandaríkjanna í haust til að kynna sér útflutning á lambakjöti.

Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook