Fréttir

Bætt kjör bænda

Eftirfarandi frétt var útvarpað úr Ríkisútvarpinu í gær. Framkvæmdastjóri kjötiðnaðarfyrirtækisins Norðlenska segir að kjör sauðfjárbænda batni um liðlega fimmtung frá í fyrra. Sláturvertíðin er hafin hjá Norðlenska, eins og reyndar öðrum kjötiðnaðarfyrirtækjum í landinu. Norðlenska rekur tvö sauðfjársláturhús, á Höfn og á Húsavík. Áætlað er að slátra um 115 til 120 þúsund dilkum í þessum tveimur húsum. Nú í upphafi sláturvertíðar er staðan þannig að svokallað kjötfjall er varla til sem þýðir að nýtt kjöt þarf ekki að keppa við eldra útsölukjöt. Sláturhúsin greiða nú talsvert hærra verð fyrir dilkana en í fyrra og við bætist að útflutningsskylda bænda er ekki eins rík og til dæmis í fyrra. Sigmundur Ófeigsson, framkvæmdastjóri Norðlenska, segir að þetta þýði að kjör bænda hafi batnað. Sigmundur Ófeigsson, framkvæmdastjóri Norðlenska: Kjarabótin til bænda er yfir 21% í sauðfjárrækt. Eiginleg verð til þeirra hækkuðu um einhver 12-13% en einnig bætist við kjör þeirra, það er minnkandi útflutningsskylda, því að hún fór úr 36% í 18% og þeir fá greitt hærra verð fyrir kjöt sem fer á innanlandsmarkað. Karl Eskil Pálsson: Hvernig kemur féð af fjalli sýnist þér? Sigmundur Ófeigsson: Bændur tala um það að fé sé dálítið misjafnt, sumir segja að það sé eftir í vexti og mér finnst vera aðeins feitara.

Framkvæmdastjóri kjötiðnaðarfyrirtækisins Norðlenska segir að kjör sauðfjárbænda batni um liðlega fimmtung frá í fyrra.

Sláturvertíðin er hafin hjá Norðlenska, eins og reyndar öðrum kjötiðnaðarfyrirtækjum í landinu. Norðlenska rekur tvö sauðfjársláturhús, á Höfn og á Húsavík. Áætlað er að slátra um 115 til 120 þúsund dilkum í þessum tveimur húsum. Nú í upphafi sláturvertíðar er staðan þannig að svokallað kjötfjall er varla til sem þýðir að nýtt kjöt þarf ekki að keppa við eldra útsölukjöt. Sláturhúsin greiða nú talsvert hærra verð fyrir dilkana en í fyrra og við bætist að útflutningsskylda bænda er ekki eins rík og til dæmis í fyrra. Sigmundur Ófeigsson, framkvæmdastjóri Norðlenska, segir að þetta þýði að kjör bænda hafi batnað.

Sigmundur Ófeigsson, framkvæmdastjóri Norðlenska: Kjarabótin til bænda er yfir 21% í sauðfjárrækt. Eiginleg verð til þeirra hækkuðu um einhver 12-13% en einnig bætist við kjör þeirra, það er minnkandi útflutningsskylda, því að hún fór úr 36% í 18% og þeir fá greitt hærra verð fyrir kjöt sem fer á innanlandsmarkað.

Karl Eskil Pálsson: Hvernig kemur féð af fjalli sýnist þér?

Sigmundur Ófeigsson: Bændur tala um það að fé sé dálítið misjafnt, sumir segja að það sé eftir í vexti og mér finnst vera aðeins feitara.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook