Fréttir

Björgunarsveitarfólk í sviðapökkun

Eins og alþjóð veit bregðast björgunarsveitarmenn ávallt vel við þegar til þeirra er leitað. Sjö félagar í Björgunarsveitinni Súlum á Akureyri tókust á við nokkuð óvenjulegt verkefni sl. laugardag þegar Norðlenska óskaði eftir liðsinni þeirra við pökkun og verðmerkingu á sviðum. Erfiðlega hefur gengið að fullmanna sviðaverkunina og því var leitað til björgunarsveitarmanna, sem tóku þetta verkefni að sér með bros á vör. Ingvar Már Gíslason, markaðsstjóri Norðlenska, segir björgunarsveitarmennina hafa, eins og við var búist, leyst verkefnið af stakri prýði. Vinnulaun björgunarsveitarmannanna fyrir sviðapökkunina og verðmerkinguna renna óskert til reksturs Súlna, sem eins og kunnugt er hefur með höndum yfirgripsmikla starfsemi.

Eins og alþjóð veit bregðast björgunarsveitarmenn ávallt vel við þegar til þeirra er leitað. Sjö félagar í Björgunarsveitinni Súlum á Akureyri tókust á við nokkuð óvenjulegt verkefni sl. laugardag þegar Norðlenska óskaði eftir liðsinni þeirra við pökkun og verðmerkingu á sviðum.

Erfiðlega hefur gengið að fullmanna sviðaverkunina og því var leitað til björgunarsveitarmanna, sem tóku þetta verkefni að sér með bros á vör. Ingvar Már Gíslason, markaðsstjóri Norðlenska, segir björgunarsveitarmennina hafa, eins og við var búist, leyst verkefnið af stakri prýði. Vinnulaun björgunarsveitarmannanna fyrir sviðapökkunina og verðmerkinguna renna óskert til reksturs Súlna, sem eins og kunnugt er hefur með höndum yfirgripsmikla starfsemi.

¿Þetta var mjög skemmtilegt og lærdómsríkt. Vissulega var hér um að ræða óvenjulega björgun, en sem betur fer var ekkert mannslíf í húfi. Við höfum áður tekið að okkur ýmis verkefni til að afla fjár til starfseminnar, en þetta verkefni var töluvert frábrugðið öllu því sem við höfum komið nálægt,¿ segir Sara Ómarsdóttir, björgunarsveitarkona og háskólanemi. ¿Ég kem frá Grindavík og hef unnið þar í fiski, en aldrei áður komið inn í kjötvinnslu. Þetta var því ný reynsla fyrir mig og mjög fróðlegt. Við tókum að sjálfsögð duglega á því og vorum komin með bakverk um tíuleytið,¿ sagði Sara og hló, en félagar í Súlum unnu við sviðapökkunina frá kl. 07 til 12 sl. laugardag.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook