Fréttir

Bókhald flyst frá Grófargili til Norðlenska – tveir starfsmenn ráðnir í bókhaldsdeild

Frá og með 1. maí n.k. mun bókhald Norðlenska flytjast frá bókhaldsfyrirtækinu Grófargili til höfuðstöðva Norðlenska á Akureyri.

Í tengslum við þessa breytingu hafa tveir starfsmenn verið ráðnir í bókhaldsdeild fyrirtækisins, Benedikt G. Sveinbjörnsson í starf aðalbókara og Anna Kristín Árnadóttir, núverandi starfsmaður í vöruafgreiðslu á Akureyri, í starf bókara.
Benedikt hefur til fjölda ára starfað við bókhald, að undanförnu hefur hann verið ráðgjafi/sérfræðingur hjá HugAx í upplýsinga- og bókhaldskerfum.

Frá stofnun Norðlenska matborðsins árið 2001 hefur bókhald félagsins verið fært hjá KEA og síðar Grófargili. Árni Magnússon, fjármálastjóri Norðlenska, segir að með flutningi bókhaldsins frá Grófargili inn í fyrirtækið náist fram hagræðing, jafnframt því sem þessi breyting sé til þess fallin að styrkja stjórnun félagsins.

 


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook