Fréttir

Bragðgæðingarnir velja Húsavíkurhangikjötið!

Húsavíkurhangikjötið frá Norðlenska fékk flest stig í árlegri bragðkönnun matgæðinga, sem DV stendur fyrir. Bragðgæðin eru metin í stjörnum og hlaut Húsavíkurhangikjötið að meðaltali 3,3 stjörnur. Niðurstöður bragðkönnunarinnar eru birtar í DV í dag.

Fimm valinkunnir einstaklingar gáfu stjörnur að þessu sinni - matreiðslumeistarinn Siggi Hall, landsliðskokkurinn og eigandi Fiskmarkaðarins Hrefna Rós Jóhannesdóttir Sætran, Úlfar Finnbjörnsson, matreiðslumeistari á Gestgjafanum, Sólveig Baldursdóttir, ritstjóri Gestgjafans og Valgerður Sverrisdóttir, formaður Framsóknarflokksins og alþingismaður.

Átta tegundir af hangikjöti voru metnar að þessu sinni: Húsavíkurhangikjöt, hangikjöt frá Gallerýi kjöti, SS-hangikjöt, Íslandslamb, hangikjöt frá Kjarnafæði, Hagkaups-hangikjöt, KEA-hangikjötið frá Norðlenska og hangikjöt frá Fjallalambi.

Hver og einn bragðgæðingur gaf kjötinu stjörnur - á skalnum 0-5 - og sem fyrr segir fékk Húsavíkurhangikjötið að meðaltali flestar stjörnur - 3,3. KEA-hangikjötið fékk að meðaltali 2 stjörnur.

Norðlenska er stærsti framleiðandi hangikjöts á Íslandi. Þrjú stærstu vörumerki fyrirtækisins í hangikjöti eru KEA-hangikjöt, Húsavíkurhangikjöt og Fjallahangikjöt.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook