Fréttir

Bréf frá bónda: Hagræðing í kindakjötsframleiðslu

Úr sláturhúsi Norðlenska á Húsavík.
Úr sláturhúsi Norðlenska á Húsavík.

Í hita umræðunnar frá degi til dags virðist oft gleymast sú mikla hagræðing sem fram hefur farið í slátrun og kjötvinnslu á síðastliðnum 15 árum, skrifar Jón Benediktsson bóndi á Auðnum í bréfi til heimasíðunnar. Jón er varamaður í stjórn Norðlenska.

Bréf Jóns er svohljóðandi:

Í hita umræðunnar frá degi til dags virðist oft gleymast sú mikla hagræðing sem fram hefur farið í slátrun og kjötvinnslu á síðastliðnum 15 árum. Hér á eftir fara nokkrar staðreyndir um hagræðingu í sauðfjárslátrun á þessum tíma.

Árið 1995 höfðu 23 sláturleyfishafar heimild til sauðfjárslátrunar í 27 sláturhúsum. Framleiðslan það ár var samtals 8.798 tonn eða um 326 tonn að meðaltali á hvert sláturhús. Árið 2010 starfræktu 7 sláturleyfishafar 8 sauðfjársláturhús og nam framleiðslan 9.166 tonnum eða að meðaltali um 1.146 tonnum á hvert þeirra.

Eins og sjá má er breytingin byltingarkennd og árið 1995 hefðu líklega fæstir trúað því að eftir fimmtán ár yrði staðan sú sem hér má sjá.

 

Breytingar í sauðfjárslátrun 1995-2010

                                          1995      2010    Breyting í %

Fjöldi sláturleyfishafa               23            7        -69,6%

Fjöldi sláturhúsa                      27            8        -70,4%

Framleiðsla, tonn                8.798      9.166          4,0% 

Meðaltal á sláturhús, tonn      326      1.146       251,0%


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook