Fréttir

Breytingar á verðskrá Norðlenska

Talsverð viðbrögð hafa verið hjá sauðfjárbændum vegna verðskrár Norðlenska sem birt var í síðustu viku. Óskir bænda hafa að mestu verið á einn veg, að verðmunur á milli tímabila verði minnkaður. Það er ljóst að ekki er tilefni til þess að hækka vegið meðalverð fyrir sauðfé þetta haust, eins og fram hefur komið. Til þess að koma til móts við óskir bænda eins og kostur er, er því ljóst að verð lækkar á ákveðnum tímabilum en hækkar aftur á móti á öðrum. Þá hefur tímabilum verið breytt þannig að frá 30. september verður sama verð út sláturtíðina.

Þegar á heildina er litið vegur hækkun verðs á ákveðnum tímabilum upp lækkun á öðrum.

Hér má sjá verðskrána með þeim breytingum sem um er getið að framan.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook