Fréttir

Búsæld og Norðlenska boða til funda með félagsmönnum í Búsæld

Búsæld og Norðlenska boða nk. mánudag og þriðjudag, 30. og 31. mars, til funda með félagsmönnum í Búsæld á Suður- og Austurlandi þar sem fjallað verður um rekstur Norðlenska á árinu 2008, stöðu og horfur á kjötmarkaði, framtíðarsýn Búsældar og Norðlenska o.fl. Forráðamenn Búsældar og Norðlenska hafa undanfarin ár átt slíka fundi með félagsmönnum í Búsæld og þeir hafa reynst mjög gagnlegur vettvangur til þess að skiptast á skoðunum og miðla upplýsingum.

Sem fyrr segir verða fundirnir í næstu viku á Suður- og Austurlandi, en einnig verða sambærilegir fundir haldnir á Norðurlandi. Stað- og tímasetning þeirra verður auglýst síðar.

Fundirnir 30. og 31. mars verða sem hér segir:

Mánudaginn 30. mars kl. 11:00 - Kanslarinn, Hellu
Mánudaginn 30. mars kl. 15:30 - Hótel Kirkjubæjarklaustur
Mánudaginn 30. mars kl. 20:30 - Mánagarður, Höfn
Þriðjudaginn 31. mars kl. 15:00 - Hótel Staðarborg, Breiðdalsvík
Þriðjudaginn 31. mars kl. 20:00 - Hótel Hérað, Egilsstöðum

Félagsmenn í Búsæld eru hvattir til þess að fjölmenna á fundina og skiptast á skoðunum við forráðamenn Búsældar og Norðlenska.

 

 


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook