Fréttir

Dziubinski-hjónin eiga sautján þúsundasta Akureyringinn

Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri, færir Dziubinski fjölskyldunni blómvönd.
Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri, færir Dziubinski fjölskyldunni blómvönd.
Á dögunum var frá því greint að Akureyringar væru orðnir sautján þúsund. Sautján þúsundasti Akureyringurinn, Gabríel Óskar Dziubinski, fæddist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þann 3. júlí sl. og er hann sonur hjónanna Krzysztof Dziubinski og Beatu  Dziubinska, sem bæði eru starfsmenn Norðlenska.

Af þessu tilefni færði Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri á Akureyri, fjölskyldunni veglegan blómvönd og bókina "Barnið okkar".

Þau Krzysztof Dziubinski og Beata Dziubinska hafa átt lögheimili á Akureyri frá febrúar 2004 og kunna afar vel við sig. Krzysztof er lærður kjötiðnaðarmaður og hóf störf hjá Norðlenska þann 15. mars 2004. Beata hefur starfað hjá Norðlenska síðan 15. apríl 2005. Þá starfar dóttir þeirra, Iwona Dziubinski, sem er sextán ára gömul, hjá Norðlenska í sumar.

Dziubinski-hjónin eiga tvö önnur börn, Isabelu Dziubinska, sem er fædd 1993, og Aleksander Dziubinski, sem er fæddur 1998.

Meðfylgjandi mynd var fengin af vef Akureyrarbæjar.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook