Fréttir

35.700 fjár slátrað á Höfn

Sláturtíðinni er nú lokið hjá Norðlenska á Höfn í Hornafirði. Alls var slátrað 37.500 fjár sem er töluvert meira en fyrir ári, þegar fjöldinn var 31.500. Einar Karlsson sláturhússtjóri Norðlenska á Höfn er ánægður hvernig til tókst, og segir sláturtíðina hafa gengið mjög vel

„Við kláruðum í raun um mánaðamótin, en slátruðum svo 700 gimbrum í lok síðustu viku. Þar með lauk sláturtíðinni endanlega hjá okkur,“ segir Einar. „Dagsskammturinn voru 1100 til 1200 lömb og þetta gekk ljómandi vel. Við vorum ívið lengur að en í fyrra enda magnið miklu meira. Lokahnykkurinn var að mestu frá einum bæ sem hélt eftir gimbrunum eftir til þess að rýja þær.

Meðalvigt dilka var nánast sú sama og í fyrra, 15,19 kg en var 15,20 kg á síðsta ári. Fitugildi nú var 6,42 en 6,34 í fyrra og kjötgildi var hærra en í síðustu sláturtíð 8,17 nú en var 8,09 í fyrra.

Um 60 manns störfuðu hjá Norðlenska á Höfn í sláturtíðinni en annars eru fimm manns þar að staðaldri. Eftir að sauðfjárslátrun lýkur hefjast starfsmenn Norðlenska fyrir austan handa á ný við að slátra hrossum, nautum og svínum.

Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook