Fréttir

Dilkar heldur léttari en í fyrra

Einar Karlsson sláturhússtjóri Norðlenska á Höfn segir sláturtíðina hafa gengið bærilega til þessa. Alls hefur 22.300 fjár verið slátrað fyrir austan til þessa í haust. Einar segir dilka heldur léttari en í fyrra.

„Það munar að meðaltali um 300 grömmum hvað lömbin eru léttari núna,” sagði Einar í dag. Hann segir að enn eigi eftir að slátra um 10.000 fjár á Höfn og því verki ljúki væntanlega á næstu tveimur vikum. „Við þykjumst góðir ef við náum 1100 lömbum á dag,” sagði Einar.

 


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook