Eingreiðsla vegna sauðfjárinnleggs
16.08.2022 - Lestrar 580
Ákveðið hefur verið að greidd verði eingreiðsla vegna sauðfjárinnleggs til Norðlenska og SAH Afurða haustið 2022. Eingreiðslan nemur 26 kr á hvert innlagt kg hjá sláturhúsunum og verður til greiðslu 25. febrúar næstkomandi.
Eingreiðslan er hugsuð til að koma enn frekar til móts við bændur vegna hækkandi framleiðslukostanaðar á þeirra framleiðslu. Áður útgefin verðskrá félaganna fyrir sauðfjárinnlegg gaf meðalverð um 720kr/kg. Með fyrrnefndri eingreiðslu munu félögin því greiða sem nemur um 746 kr/kg fyrir sauðfjárinnlegg haustins 2022.