Fréttir

Enn þykir hangikjötið frá Norðlenska það besta

Úrklippa úr DV í dag.
Úrklippa úr DV í dag.

Fjórða árið í röð finnst matgæðingum DV hangikjöt frá Norðlenska best.Þetta kemur fram í blaðinu í dag. Fimm manna dómnefnd, skipuð einvala liði, valdi besta kjötið og komst að sömu niðurstöðu og með svínahamborgarhygginn á dögunum; að kjötið frá Norðlenska, í þessu tilfelli Sambandshangikjötið, væri það besta.

Dómnefndina skipuðu Gissur Guðmundsson, matreiðslumeistari og forseti Alheimssamtaka matreiðslumanna, Úlfar Finnbjörnsson „villikokkur“ og fyrrverandi kokkalandsliðsmaður, Sigurður Kristinn Haraldsson, matreiðslumaður ársins 2011 og keppandi á móti matreiðslumanna Norðurlanda 2012 og Bocuse d'Or árið 2013, Jóhannes Stefánsson, einn reyndasti veitingamaður landsins og eigandi veitingastaðarins Múlakaffis, og Logi Brynjarsson, yfirmatreiðslumaður á Höfninni og meðlimur í unglingalandsliðinu.

Bragðkönnun fór þannig fram að DV fór í verslanir á höfuðborgarsvæðinu og keypti 12 tegundir af hangikjöti. Brynjar Eymundsson sá um eldun kjötsins og gætti þess vandlega að matreiða það samkvæmt uppgefnum leiðbeiningum. Kjötið var eldað daginn fyrir smökkun og borið fram kalt á númerið bökkum, þannig að ekki var nokkur leið fyrir dómnefndina að vita um hvaða framleiðanda var að ræða.

Dómararnir gáfu hverri hangikjötstegund einkunn á bilinu 0 til 10. Einnig var kjötið vigtað fyrir og eftir suðu og mælt hve mikið það rýrnaði.

Sambandshangikjötið frá Norðlenska, sem varð í fyrsta sæti, fékk einkunnina 7,6 af 10 mögulegum. Það er með því ódýrasta auk þess sem það kom best út hvað rýrnun varðar, en við eldun rýrnaði það einungis um 0,63 prósent skv. DV.

Frétt DV á vef blaðsins


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook