Fréttir

Erlendir starfsmenn Norðlenska á starfstengdu íslenskunámskeiði

Þessa dagana eru erlendir starfsmenn Norðlenska á svokölluðu starfstengdu íslenskunámskeiði á Húsavík og Akureyri. Námskeiðið, sem í það heila verður 40 kennslustundir, hófst 15. janúar sl. og því lýkur í byrjun mars. Hver starfsmaður er tvo daga vikunnar á námskeiði, tvo tíma í senn.

Þessa dagana eru erlendir starfsmenn Norðlenska á svokölluðu starfstengdu íslenskunámskeiði á Húsavík og Akureyri. Námskeiðið, sem í það heila verður 40 kennslustundir, hófst 15. janúar sl. og því lýkur í byrjun mars. Hver starfsmaður er tvo daga vikunnar á námskeiði, tvo tíma í senn.
Á Húsavík eru 13 erlendir starfsmenn, allt Pólverjar, en á Akureyri eru þeir 17, frá Póllandi, Filipseyjum, Thailandi, Rússlandi og Grænlandi. Námskeiðið á Húsavík er “keyrt” í einum hópi, en á Akureyri eru hóparnir tveir.
Guðrún Blöndal hjá fyrirtækinu Margvís hefur veg og vanda að þessu námskeiði, sem fer að mestu leyti fram á vinnutíma. Á námskeiðinu, sem er sniðið að þörfum Norðlenska, er unnið náið með vinnslustjórum fyrirtækisins, bæði á Akureyri og Húsavík, og leitast við að kenna hinum erlendu starfsmönnum mörg þeirra hugtaka sem þeir þurfa að hafa á takteinum við vinnu sína í kjötvinnslunni. Helstu markmið með námskeiðinu eru að upplýsingar frá fyrirtækinu til starfsmanna verði skilvirkari og skili þannig hraðar ávinningi til bæði starfsmanna og fyrirtækisins. Einnig er lögð áhersla á að auka sjálfsöryggi og kunnáttu starfsmanna til að geta tjáð sig á vinnustaðnum og þar með átt í samskiptum við aðra starfsmenn og verkstjóra.
“Þetta er þannig ekki venjulegt íslenskunámskeið fyrir útlendinga, heldur er hvert og eitt námskeið sniðið að þörfum hvers vinnustaðar. Ég tel að þetta sé afar jákvætt og muni nýtast okkar starfsmönnum vel. Íslenskukunnátta þeirra er vissulega mismunandi, sumir hafa verið hér í skamman tíma og kunna lítil sem engin skil á tungumálinu, en aðrir hafa verið hér töluvert lengi og hyggjast setjast hér að,” segir Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, starfsmannastjóri Norðlenska.
Norðlenska greiðir námskeiðakostnað, en mun sækja um styrk til námskeiðahaldsins til annars vegar menntamálaráðuneytisins og hins vegar Landsmenntar.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook