Fréttir

Færði barnadeild FSA 100.000 krónur

Ingvar Gíslason markaðsstjóri Norðlenska kom færandi hendi á Sjúkrahúsið á Akureyri í dag og afhenti barnadeild FSA 100.000 krónur frá fyrirtækinu. Þetta er sjöunda árið í röð sem Norðlenska hefur þann háttinn á að senda ekki jólakort heldur færa stofnun eða samtökum mat eða peninga að gjöf.

Norðlenska færir slíka gjöf í aðdraganda jólanna, til skiptis á þeim stöðum þar sem fyrirtækið rekur verksmiðju - á Akureyri, á Húsavík og Höfn í Hornafirði.

Halldór Jónsson forstjóri FSA þakkaði Norðlenska innilega fyrir gjöfina. „Það er ótrúlega gaman, en sem betur fer ekki einsdæmi, að fá tölvupóst þar sem einhver biður um leyfi til þess að koma í heimsókn og gefa okkur peninga,“ sagði Halldór í morgun. Í sama streng tóku Aðalheiður Guðmundsdóttir deildarstjóri barnadeildar og Andrea Andrésdóttir yfirlæknir.

Á myndinni eru, frá vinstri, Vignir Sveinsson framkvæmdastjóri fjármála og reksturs FSA, Þóra Ákadóttir starfsþróunarstjóri, Halldór Jónsson, Ingvar Gíslason, Aðalheiður Guðmundsdóttir og Andrea Andrésdóttir,


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook