Fréttir

Færðu Samfélagssjóði Hornafjarðar 100 þúsund krónur

Norðlenska veitti Samfélagssjóði Hornafjarðar 100 þúsund króna styrk á dögunum. „Sjóðurinn er mjög þakklátur fyrir styrki sem koma héðan úr heimabyggð, til dæmis frá Norðlenska, því sjóðurinn væri ekki til nema vegna fyrir samfélagslega sinnuð fyrirtæki sem styrkja hann. Ég vil því færa Norðlenska kærar þakkir fyrir styrkinn,“ segir Karl Sigurður Guðmundsson hjá Samfélagssjóðnum.

„Sú hefð hefur skapast hjá Norðlenska að styðja við hjálparsamtök fyrir hver jól. Að þessu sinni styðjum við Samfélagssjóð Hornafjarðar og það er von okkar að stuðningurinn komi að góðum notum við það öfluga og óeigingjarna starf sem sjóðurinn vinnur,“ segir Ingvar Már Gíslason, markaðsstjóri Norðlenska.

Haustið 2009 tóku félagasamtök á Hornafirði höndum saman um að koma á fót söfnunarreikningi fyrir einstaklinga og fjölskyldur í fjárhagserfiðleikum. Þetta voru Hornafjarðardeild Rauða kross Íslands, Hafnarsöfnuður og Lionsklúbbur Hornafjarðar. Haustið 2010 bættist Lionsklúbburinn Kolgríma við.

Samfélagssjóður Hornafjarðar er byggður upp til að styrkja í heimabyggð og sem vettvangur fyrir einstaklinga og fyrirtæki í sveitarfélaginu sem vilja láta gott af sér leiða og styrkja nærsamfélagið.

„Undanfarin ár höfum við verið að úthluta um einni milljón króna á ári til þeirra sem ekki geta framfleytt sér. Þetta árið er úthlutun komin nærri 2 milljónum króna með jólaúthlutuninni sem er um 1 og hálf milljón. Við úthlutum ekki peningum heldur úttektarkortum í aðalverslun bæjarins, sem er Nettó,“ segir Karl Sigurður Guðmundsson.

Á myndinni eru, frá vinstri, Einar Karlsson sláturhússtjóri Norðlenska á Höfn, Jóna Jónsdóttir starfsmannastjóri Norðlenska, Karl Sigurður Guðmundsson frá Lionsklúbbi Hornarfjarðar og Zophanias Torfason frá Rauða krossinum.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook