Fréttir

Félag bænda kaupir stóran hlut í Norðlenska matborðinu

Búsæld ehf., félag kjötframleiðenda í Eyjafirði, Þingeyjarsýslum og á Austurlandi hefur gert samning um kaup á 147 mkr. hlut í Norðlenska eða 36,75% hlutafjár. Heildarhlutafé Norðlenska verður 400 mkr. og gerir áætlun ráð fyrir hallalausum rekstri á þessu ári. Búsæld mun tilnefna tvo af fimm stjórnarmönnum í Norðlenska á aðalfundi félagsins 29. apríl.

Búsæld ehf., félag kjötframleiðenda í Eyjafirði, Þingeyjarsýslum og á Austurlandi hefur gert samning um kaup á 147 mkr. hlut í Norðlenska eða 36,75% hlutafjár. Heildarhlutafé Norðlenska verður 400 mkr. og gerir áætlun ráð fyrir hallalausum rekstri á þessu ári. Búsæld mun tilnefna tvo af fimm stjórnarmönnum í Norðlenska á aðalfundi félagsins 29. apríl.

Búsæld ehf. var stofnuð í desember 2003 og er markmið félagsins að eignast ráðandi hlut í Norðlenska matborðinu. Að Búsæld standa kjötframleiðendur í Eyjafirði, Þingeyjarsýslum og á Austurlandi. Gert er ráð fyrir að þeir leggi til hliðar hluta af andvirði innleggs síns hjá Norðlenska og eignist þannig hver um sig hlut í Búsæld ehf.

Norðlenska matborðið rekur sláturhús og kjötvinnslu fyrir sauðfé á Húsavík og sláturhús og kjötvinnslu fyrir stórgripi á Akureyri. Á báðum stöðum er aðstaða í hæsta gæðaflokki hvað varðar nýtingu, afköst, hreinlæti og rekjanleika. Einnig rekur félagið kjötvinnslu í Reykjavík. Á meðal þekktra vörumerkja félagsins eru Goði, Gourmet, Naggar, Húsavíkurhangikjöt og Bautabúrið. Á árinu 2003 varð tap af rekstri Norðlenska að fjárhæð 193 millj. kr. Rekstur Norðlenska gekk illa á fyrri hluta síðasta árs en mun betur á seinni hlutanum og varð þá hagnaður fyrir afskriftir að fjárhæð 94 millj. kr. Rekstraráætlun Norðlenska árið 2004 gerir ráð fyrir áframhaldandi erfiðleikum á kjötmarkaði en að félagið verði engu að síður rekið án halla. Innanhússuppgjör fyrstu þriggja mánaða er í samræmi við þá áætlun.

Kaupfélag Eyfirðinga keypti öll hlutabréf í Norðlenska matborðinu haustið 2003 fyrir 250 mkr. Markmiðið var að vinna að endurfjármögnun félagsins og tryggja að starfsemi þess á Akureyri og Húsavík yrði áfram mikil, vegna atvinnusjónarmiða og vegna hagsmuna bænda af að eiga kost á viðskiptum við öflugt fyrirtæki í slátrun og kjötvinnslu í sínum landshluta. Akureyrarbær, Húsavíkurbær og Eignarhaldsfélagið Samvinnutryggingar hafa á undanförnum mánuðum keypt hlutabréf í Norðlenska fyrir samtals 83 mkr. KEA hefur nú selt hluta af sínum bréfum en á eftir 170 mkr. hlut eða 42,5%.

Jón Benediktsson á Auðnum í Laxárdal er formaður stjórnar Búsældar: ¿Ég fagna því að samningar skuli hafa tekist um kaup Búsældar á stórum hlut í Norðlenska. Rekstur félagsins hefur farið mjög batnandi og fjárhagur þess hefur verið styrktur. Ég tel mig mæla fyrir munn mikils meirihluta bænda þegar ég segi að við berum nú fullt traust til Norðlenska. Það er geysilega mikilvægt fyrir okkur að svo þróttmikið og framsækið fyrirtæki starfi í okkar landshluta. Á næstu dögum munum við halda fundi í Eyjafirði, S-Þingeyjarsýslu og á Héraði þar sem við munum kynna þessi viðskipti fyrir bændum og einnig hvernig við hyggjumst fjármagna þau.¿

Benedikt Sigurðarson er formaður stjórnar KEA: ¿KEA tók töluverða áhættu með kaupum sínum á öllum hlutabréfum í Norðlenska síðastliðið haust. Nú sýnir sig að þetta var rétt ákvörðun, rekstur félagsins hefur batnað mjög og bændur stíga í dag stórt skref í þá átt að taka við rekstri félagsins af KEA.¿


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook