Fréttir

Fjármögnun Norðlenska langt á veg komin

Í dag, föstudaginn 25. júní 2004, gengu fulltrúar Norðlenska matborðsins ehf., Kaupfélags Eyfirðinga svf. og Búsældar ehf., annarsvegar, og hinsvegar fulltrúar Landsbanka Íslands hf., frá fjármögnun Norðlenska og Búsældar. Með lánveitingu þessari er fjármögnun Norðlenska matborðsins ehf. langt á veg komin eftir að nýjir fjárfestar komu að félaginu undir forystu Búsældar og KEA

Í dag, föstudaginn 25. júní 2004, gengu fulltrúar Norðlenska matborðsins ehf., Kaupfélags Eyfirðinga svf. og Búsældar ehf., annarsvegar, og hinsvegar fulltrúar Landsbanka Íslands hf., frá  fjármögnun Norðlenska og Búsældar.

 

Með lánveitingu þessari er fjármögnun Norðlenska matborðsins ehf. langt á veg komin eftir að nýjir fjárfestar komu að félaginu undir forystu Búsældar og KEA.

 

Búsæld er félag kjötframleiðenda á norður- og austurlandi, sem hafa hagmuni af því að öflugt kjötvinnslufyrirtæki sé starfrækt á svæðinu.  Kaupfélag Eyfirðinga hefur stuðlað að því að  Búsæld eignist stóran hlut Norðlenska, en stefnt er að því að Búsæld eignist stærri hlut í  Norðlenska á næstu árum. 

 

Kaupfélag Eyfirðinga, sem er byggðafestufélag, er eftir sem áður stór hluthafi í Norðlenska.   Telja forsvarsmenn KEA að með aðkomu sinni að félaginu og fjármögnun þess, sé stuðlað að öflugum áframhaldandi rekstri Norðlenska á norðurlandi.

 

Norðlenska matborðið ehf. er annar stærstu kjötframleiðenda á landinu, með starfsstöðvar á Akureyri, á Húsavík og í Reykjavík.  Félagið hefur yfir að ráða nýjum og öflugum framleiðslulínum, bæði í sauðfjárslátrun og vinnslu á Húsavík sem og öflugum stórgripalínum, bæði í slátrun og vinnslu, á Akureyri.  Hjá félaginu starfa að jafnaði 160 manns.

 

Landsbanki Íslands hf. hefur frá upphafi verið viðskiptabanki Norðlenska.  Landsbankinn hefur starfrækt útibú á Akureyri frá árinu 1902 sem gerir Landsbankann á Akureyri með rótgrónustu fyrirtækjum bæjarins.  Með aðkomu Búsældar og KEA að félaginu, telur bankinn að fjármögnun Norðlenska sé vel á veg komin og að félagið hafi alla burði til að eflast ennfrekar.

 

Undir samninginn skrifuðu Jón Benediktsson f.h. Búsældar, Sigmundur Ófeigsson f.h. Norðlenska, Andri Teitsson f.h. KEA og Helgi Teitur Helgason og Árni Rúnar Magnússon f.h. Landsbankans.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook