Fréttir

Fjölbreytt og yfirgripsmikið starf

Jóna Jónsdóttir
Jóna Jónsdóttir
„Ég byrjaði í þessu nýja starfi núna í maí, en þar til háskólanum lýkur í júní mun ég einnig sinna starfsskyldum mínum þar," segir Jóna Jónsdóttir, starfsmannastjóri Norðlenska, en undanfarin ár hefur hún starfað að markaðs- og kynningarmálum Háskólans á Akureyri.

„Katrín Dóra, fráfarandi starfsmannastjóri hjá Norðlenska, hefur verið að setja mig inn í þetta nýja starf," segir Jóna, sem er menntaður viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Akureyri og lauk síðan MA-prófi í mannauðsstjórnun frá viðskipta- og hagfræðideild HÍ.

„Starf starfsmannastjóra Norðlenska er vissulega töluvert frábrugðið því sem ég hef verið að fást við í Háskólanum á Akureyri undanfarin ár að öðru leyti en því að í báðum tilfellum er ég að vinna náið með fólki. Í starfi starfsmannastjóra felst m.a. að vinna með framkvæmdastjórn Norðlenska að stefnumótun og ákvarðanatöku og einnig vinn ég náið með framleiðslustjóra og vinnslustjórunum, sem eru yfir starfsstöðvum Norðlenska. Sömuleiðis er ég í nánum tengslum við starfsfólkið, t.d. varðandi kjara- og fræðslumál og einnig koma ráðningarmál inn á mitt borð. Þetta er mjög fjölbreytt og yfirgripsmikið starf," segir Jóna.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook