Fréttir

Fjöldi fyrirtækja gefur kjöt

Rakel Hönnudóttir og Gísli Björgvin Gíslason.
Rakel Hönnudóttir og Gísli Björgvin Gíslason.

Kjöt frá Norðlenska er í fjölda jólapakka fyrirtækja til starfsmanna sinna að þessu sinni eins og mörg undanfarin ár. „ Þetta hefur verið mjög vinsælt og er enn,” segir Ingvar Gíslason, markaðsstjóri Norðlenska.

Fyrirtæki um allt land nýta sér þá þjónustu Norðlenska að pakka kjötinu í fallegar gjafakörfur. Þær eru mismunandi en KEA hamborgarhryggur og KEA hangikjöt er í mörgum, jóla-salami, hreindýrapaté eða annars konar álegg. 

„Mér sýnist meira um hamborgarhryggi en oft áður en líka er mikið um að fyrirtæki gefi hangikjöt,” segir Ingvar.

Pökkun gjafanna hófst í síðustu viku og þeir fyrstu voru sendir út fyrir helgina.

Rakel Hönnudóttir og Gísli Björgvin Gíslason hafa verið að pakka inn gjöfum síðustu daga og fljótlega bætast fleiri í hópinn.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook