Fréttir

Fjórir starfsmenn Norðlenska ljúka fjölvirkjanámi

Fjölvirkjarnir tíu sem SÍMEY útskrifaði í vor.
Fjölvirkjarnir tíu sem SÍMEY útskrifaði í vor.

Tíu fjölvirkjar í matvælaiðnaði luku í vor 170 kennslustunda námi frá Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar, þar af fjórir starfsmenn frá Norðlenska.

Þeir fjórir starfsmenn sem um ræðir eru Sigurveig Petra Björnsdóttir, Íris E. Ómarsdóttir, María F. Bertudóttir og Regína Sigurðardóttir. Á síðasta ári luku fimm starsfmenn Norðlenska slíku námi; Anna Kristín Árnadóttir, Birna Harðardóttir, Irene C. Enrile, Grétar Mar Axelsson og Erlingur Pálmason.

Hinir sex starfsmennirnir sem luku þessu námi núna komu frá fyrirtækjunum Mat & Mörk og Brimi á Akureyri.

Fjölvirkjanám er hugsað fyrir ófaglærða lykilstarfsmenn í fyrirtækjum. Það er á framhaldsskólastigi og veitir þeim sem því ljúka einingar til náms í framhaldsskóla. Áhersla er lögð á að starfsmenn auki hæfni sína í starfi, fái aukið sjálfstraust til þess að axla ábyrgð og taka frumkvæði.

Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, starfsmannastjóri Norðlenska, segir þetta nám nýtast starfsfólki mjög vel og það hafi þegar sannað sig að efla hæfni og sjálfstraust starfsmanna. Hún nefnir í því sambandi að einn af þeim starsfmönnum Norðlenska sem tók námið í fyrra hafi í framhaldinu farið í bókhaldsnám og sé nú orðinn bókari hjá fyrirtækinu.

Katrín Dóra væntir þess að áfram verði boðið upp á þetta nám, full þörf sé á því. Hún nefnir líka að ánægjulegt sé að ákveðið hafi verið að Verkmenntaskólinn á Akureyri bjóði í haust, eftir margra ára hlé, upp á kjötiðnaðarnám. Fimm starfsmenn Norðlenska hafa sótt um það nám, þar af tveir sem hafa lokið fjölvirkjanáminu hjá SÍMEY.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook