Fréttir

Fluttu út tæplega 7 þúsund kílómetra af görnum!

Fyrirtækið Icelandic Byproducts flutti út 164 tonn af vömbum í fyrra og 267 þúsund garnir. Hver görn um 25 metrar að lengd og gerir þetta því 6.675 kílómetra af görnum. Þær næðu 5 sinnum hringveginn á þjóðvegi 1 eða nærri 600 kílómetrum lengra en strandlína  Íslands. Þá  samsvara þær 14 sinnum leiðinni milli Húsavíkur og Reykjavíkur. Bændablaðið greinir frá þessu. Haft er eftir Reyni Eiríkssyni, framleiðslustjóra Norðlenska, að reksturinn hafi gengið vel en megin vinnslan fari fram samhliða sláturtíðinni á haustin.

Garnirnar sem Icelandic Byproducts flutti úr landi í fyrra eru nánast sléttur helmingur þess sem til féll við lambaslátrun ársins. Þá var slátrað 536 þúsund lömbum og 39 þúsund fullorðnum kindum samkvæmt upplýsingum Landssamtaka sauðfjárbænda. Samvæmt því næðust um 13.400 kíómetrar út úr lambagörnunum ef þær væru allar nýttar til útflutnings. Þær dygðu fram og til baka flugleiðina á milli Keflavíkur og Los Angeles í Bandaríkjunum!


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook