Fréttir

Fólk frá 13 löndum í sláturtíðinni

Fólk frá þrettán löndum hefur verið ráðið til starfa í sláturhúsum Norðlenska í komandi sláturtíð. Íslendingar sækja yfirleitt ekki um störf fyrr en eftir verslunarmannahelgi. Norðlenska starfrækir sláturhús á Húsavík og Höfn í Hornafirði.Frá þessu var greint á RÚV í dag, þar sem rætt er við Jónu Jónsdóttur starfsmannastjóra Norðlenska.

Samtals þarf að ráða 130 manns til starfa vegna komandi sláturtíðar, sem hefst í byrjum september og stendur í um tvo mánuði, segir í frétt RÚV.

Þar segir ennfremur:

Jóna Jónsdóttir starfsmannastjóri Norðlenska segir að ráðningar séu langt komnar. Hún segir að í ár verði um helmingur starfsfólks útlendingar. „Við byjum að undirbúa ráðningar í mars, þá förum við að semja við þá sem hafa verið áður og kunna til verka og síðan í maí þá byrjum við að auglýsa eftir nýjum umsóknum. Þá kemur mjög mikið af umsóknum erlendis frá, ungt fólk í ævintýraleit langar að prófa að koma til Íslands og vinna hérna, skoða landið í leiðinni.“ Hún segir lítið af umsóknum komi frá Íslendingum fyrr en eftir verslunarmannahelgi. Flestir útlendinga eru frá Svíþjóð, Bretlandi, Svóvakíu, og Póllandi en fulltrúar 13 landa séu í hópnum. Jóna segir að þau hafi verið heppin með starfsfólk, yfirleitt sé um að ræða góða starfskrafta.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook