Fréttir

Allir Íslendingar borða hátíðarmat frá Norðlenska

Gómsætur KEA hamborgarhryggur.
Gómsætur KEA hamborgarhryggur.

Gera má ráð fyrir því að allir Íslendingar borði hátíðarmat frá Norðlenska oftar en einu sinni um jólin, nú sem endranær. Þetta segir Ingvar Gíslason markaðsstjóri fyrirtækisins. Hann segir Norðlenska njóta mikils trausts meðal almennings. Fólk vilji vera öruggt um að það njóti gæðavöru um hátíðarnar „og treystir okkur í því efni. Fyrir það erum við auðvitað bæði stolt og þakklát,“ segir Ingvar.

Sala á jólakjötinu byrjar fyrir alvöru í þessari viku, eykst síðan smám saman eftir því sem nær líður hátíðinni og síðustu dagana fyrir jól verður algjör sprenging í kjötsölunni, segir Ingvar.

KEA-hangikjöt, Húsavíkur-hangikjöt og KEA hamborgarhryggur er það sem Norðlenska selur mest á þessum árstíma. „Sem fyrr framleiðum við líka Nóatúns hamborgarhrygg sem er alltaf vinsæll.“

Aðalmálið í augum starfsmanna Norðlenska, segir Ingvar, er hve gríðarlega mikillar virðingar vörur fyrirtækisins njóta, segir Ingvar. „Ár eftir ár treystir fólk okkur fyrir jólamatnum sínum, við reynum að standa undir væntingum og leggjum alltaf aðaláherslu á gæðin.“

Reynslan í herbúðum Norðlenska er óhemju mikil. Kjötiðnaðarstöð KEA, forveri Norðlenska, hóf starfsemi árið 1966 og áður hafði Pylsugerð KEA verið starfrækt frá 1949. „Við byggjum á þessari gríðarlegu hefð sem var fyrir hendi bæði hér og á Húsavík. Það er mikið um nýmóðins vöru á markaðnum, til dæmis tvíreykta hangikjötið okkar og sauðahangikjöt, en gamla, góða KEA hangikjötið stendur alltaf upp úr enda höfum við haldið í hefðbundnar framleiðsluaðferðir. Kjötið er pækilsaltað, taðreykt á beini og úrbeinað eftir reykingu. Fáir framleiða kjötið orðið með þessum hætti, en þetta er hið eina, sanna hangikjöt.“


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook