Fréttir

Forseti Íslands í heimsókn hjá Norðlenska

Sigmundur framkvæmdastjóri sýnir forsetahjónunum upprunamerkta T-bone nautasteik.
Sigmundur framkvæmdastjóri sýnir forsetahjónunum upprunamerkta T-bone nautasteik.
Forseti Íslands herra, Ólafur Ragnar Grímsson og forsetafrúin Dorrit Moussaieff komu í heimsókn til Norðlenska í dag ásamt fleiri gestum. Heimsóknin til Norðlenska er liður í opinberri heimsókn forsetahjónanna til Akureyrar. Gestirnir fengu kynningu á starfsemi fyrirtækisins og að bragða á framleiðsluvörum þess sem gerður var góður rómur að meðal gestanna.

Forseti Íslands herra, Ólafur Ragnar Grímsson og forsetafrúin Dorrit Moussaieff komu í heimsókn til Norðlenska í dag ásamt fleiri gestum.  Heimsóknin til Norðlenska er liður í opinberri heimsókn forsetahjónanna til Akureyrar.
Gestirnir fengu kynningu á starfsemi fyrirtækisins og að bragða á framleiðsluvörum þess sem gerður var góður rómur að meðal gestanna.
Úrbeiningarlína vakti mikla athygli gestanna og þá sérstaklega hvernig hægt er að rekja vörur aftur til bónda.  Forsetinn hafði á orði að fróðlegt væri að sjá hvernig tæknin væri nýtt við frumframleiðslu.
Forsetinn og forsetafrúin voru að lokum leyst út með gjafkörfu sem innihélt meðal annars nautalund frá Árgerði í Eyjafjarðarsveit ásamt öðru góðgæti framleiddu af Norðlenska.  Forseti Íslands afhenti Sigmundi Ófeigssyni framkvæmdarstjóra Norðlenska gjöf með þökk fyrir góðar móttökur.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook