Fréttir

Frábær matur á hagstæðu verði

Norðlenska framleiðir tugi tonna af hamborgarhryggjum fyrir jólin. „Hamborgarhryggirnir og hangikjötið bera uppi vinnsluna hjá okkur á þessum árstíma enda langvinsælasti jólamatur Íslendinga. Vinsældir hamborgarhryggsins hafa sífellt verið að aukast og ekki að undra því þetta er bæði góður hátíðarmatur, þægilegur í matreiðslu og síðast en ekki síst er verðið hagstætt neytandanum,“ segir Eggert H. Sigmundsson, vinnslustjóri hjá Norðlenska.

Undirbúningur fyrir jólin hefst í strax í lok október með því að Eggert og félagar safna hryggjum í frost en vinnslan fer svo á fulla ferð síðasta hluta nóvembermánaðar. Törnin stendur svo allt til jóla, að sögn Eggerts.

Við þurfum að skipuleggja okkur vel á þessum tíma því að sjálfsögðu erum við samhliða í allri okkar föstu og fjölbreyttu vinnslu. Þetta er ákveðin vertíð og þær eru alltaf skemmtilegar, segir Eggert. Þegar spurt er hvað sé í jólamatinn á heimili hans stendur ekki á svarinu: Að sjálfsögðu hamborgarhryggur frá Norðlenska. „Það kemur ekki annað til greina á mínu heimili!


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook