Fréttir

Fréttapóstur til félagsmanna í Búsæld

Í dag verður póstlagður Fréttapóstur til félagsmanna í Búsæld - fréttabréf sem ætlað er að miðla upplýsingum til Búsældarfélaga.

Að sögn Sigmundar E. Ófeigssonar, framkvæmdastjóra Norðlenska, kemur þessi útgáfa til viðbótar við venjubundið fréttabréf. Fréttapósturinn er A5-broti, en fréttabréfið í A4 broti. Sigmundur segir að töluverður hópur Búsældarfélaga, einkum á Austurlandi, hafi ekki aðgang að internetinu og því geti þeir ekki fylgst með reglubundnum frétta- og upplýsingaskrifum á vefsíðu Norðlenska. Útgáfa Fréttapóstsins er til þess ætluð að bæta úr þessu, að sögn Sigmundar, en þar verður að finna, að töluverðu leyti, uppfærðar upplýsingar sem áður hafa birst á vefsíðu Norðlenska. Stefnt er að því að Fréttapósturinn verði gefinn út ca. þrisvar á ári - til viðbótar við fréttabréf Norðlenska.

Fréttapóstinum er sem fyrr segir dreift til félagsmanna í Búsæld, sem eru á sjötta hundrað talsins, en fréttabréfið er prentað og dreift í mun stærra upplagi.´

Þeim félagsmönnum í Búsæld sem óska eftir að fá ekki Fréttapóstinn sendan er bent á að láta Norðlenska vita á netfangið nordlenska@nordlenska.is


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook