Fréttir

Fréttir frá Norðlenska

Ráðist hefur verið í umfangsmiklar breytingar í sláturhúsi Norðlenska á Húsavík. Framkvæmdir við endurnýjun á gólfi á sláturlínu eru hafnar. Til stendur að endurnýja gólfið samkvæmt nýjustu stöðlum, meðal annars verður nýtt kvarsgólfefni lagt á gólfin og vel upp á veggi.

     Ráðist hefur verið í umfangsmiklar breytingar í sláturhúsi Norðlenska á Húsavík.  Framkvæmdir við endurnýjun á gólfi á sláturlínu eru hafnar.  Til stendur að endurnýja gólfið samkvæmt nýjustu stöðlum, meðal annars verður nýtt kvarsgólfefni lagt á gólfin og vel upp á veggi.  Í tengslum við þetta verður skipt um verulegan hluta af pípulögnum á sláturlínunni.  Aðgerðir þessar eru til þessa að viðhalda útflutningsleyfi á sláturhúsinu á Húsavík.

     Í haust var sett upp ný sláturlína fyrir svínaslátrun á Akureyri. Óhætt er að segja að sú uppsetning hafi valdið byltingu í slátrun svína og aukið afköst til mikilla muna.  Að auki uppfyllir línan öll skilyrði fyrir útflutningsleyfi á grísum til ESB.  Að undanförnu hefur dregið úr framleiðslu á grísum og verð farið hækkandi.  Vonir standa til að framleiðsla og sala á grísakjöti nái jafnvægi á árinu.

     Frá ármótum hefur verið aukning í slátrun á nautgripum hjá Norðlenska.  Biðlistar eru orðnir óverulegir og sérstaklega í kúm, eru bændur sem vilja koma gripum til slátrunar beðnir um að hafa samband við skrifstofu Norðlenska. Þegar biðlistar styttast þá er pantað fyrir slátrun skemur fram í tímann sem er mjög bagalegt þegar meta á hversu mikla áherslu skal leggja á sölu. Norðlenska vill hvetja bændur til að panta slátrun fyrir gripi fram í tímann svo félagið viti hversu margir gripir koma til slátrunar á næstu mánuðum og geti þannig skipulagt vinnslu og sölu betur.

     Sú breyting hefur verið gerð að reikningar vegna kálfaflutninga úr Suður-Þing munu verða gerðir um leið og afreikningar í stað þess að reikningsfæra þá í lok hvers árs. 
Flutningar á smákálfum úr Suður-Þingeyjarsýslu hafa verið í höndum Þóris Kristins Agnarssonar og mun svo verða áfram.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook