Fréttir

Fulltrúar Whole Foods kynntu sér sauðfjárbú

Tilgangur heimsóknarinnar hingað til Íslands var að skoða aðbúnað sauðfjárins og það er liður í að fræðast um allan feril framleiðslunnar á lambakjötinu sem við seljum. Við förum milli landa með þessum hætti og kynnum okkur mismunandi framleiðsluaðstæður fyrir sauðfjárafurðir á hverjum stað. Við seljum lambakjöt frá Nýja-Sjálandi, vestursvæðum Bandaríkjanna og Íslandi og þó margt sé líkt í framleiðslunni þá eru líka margir þættir mjög ólíkir. Eitt þeirra atriða sem til dæmis skapar sérstöðu er þessi innivera dýranna hér á Íslandi sem er ólík því sem gerist á Nýja-Sjálandi og í Bandaríkjunum.

¿Tilgangur heimsóknarinnar hingað til Íslands var að skoða aðbúnað sauðfjárins og það er liður í að fræðast um allan feril framleiðslunnar á lambakjötinu sem við seljum. Við förum milli landa með þessum hætti og kynnum okkur mismunandi framleiðsluaðstæður fyrir sauðfjárafurðir á hverjum stað. Við seljum lambakjöt frá Nýja-Sjálandi, vestursvæðum Bandaríkjanna og Íslandi og þó margt sé líkt í framleiðslunni þá eru líka margir þættir mjög ólíkir. Eitt þeirra atriða sem til dæmis skapar sérstöðu er þessi innivera dýranna hér á Íslandi sem er ólík því sem gerist á Nýja-Sjálandi og í Bandaríkjunum. Heimsókn okkar núna um miðjan vetur miðar að því að auka vitneskju okkar um aðbúnað dýranna og þær framleiðsluaðstæður sem þið búið við,¿ segir Margret Wittenberg. frá bandarísku matvælakeðjunni Whole Foods sem selur lambakjöt frá Norðlenska. Fulltrúar fyrirtækisins og frá bandarískum dýraverndunarsamtökum heimsóttu fjögur sauðfjárbýli í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum á dögunum auk þess sem sauðfjársláturhús Norðlenska á Húsavík var skoðað. Heimsóknin er liður í starfi innan fyrirtækisins að móta staðla sem verður að uppfylla til að fá að selja lambakjöt innan keðjunnar og er ljóst að íslenska kjötið á mikla möguleika á að komast í hæsta gæðaflokk, sem aftur getur leitt til hærra verðs og aukinna tækifæra í sölu hjá verslunum innan keðjunnar. Þeir bæir sem hópurinn heimsótti voru Laufás í Grýtubakkahreppi, Þverá í Dalsmynni, Sýrnes í Aðaldal og  Ingjaldsstaðir í Þingeyjarsveit. Með hópnum í för voru fulltrúar Norðlenska, Bændasamtaka Íslands, Búnaðarsambands Suður-Þingeyjarsýslu og fleiri.

¿Fyrirtæki okkar starfar með fjölmörgum dýraverndunarsamtökum og í gegnum þá samvinnu mótum við kröfur sem framleiðendur þurfa að uppfylla til að við tökum framleiðslu þeirra í sölu. Viðskiptavinir okkar eru mjög kröfuharðir og þeir krefjast upplýsinga, ekki bara um framleiðendurna sem slíka heldur ekki síður hvernig aðbúnaður dýranna er. Viðskiptavinir okkar ætlast til þess að við gerum miklar kröfur til þessa þáttar og spyrja spurninga þannig að við verðum að vinna okkar heimavinnu og vera tilbúin að svara. Viðskiptavinir Whole Foods krefjast mun meiri upplýsinga en venjulegir kjörbúðarviðskiptavinir gera og sem dæmi má nefna að þeir vilja vita hvers vegna kindurnar á Íslandi eru á húsum stóran hluta úr árinu þegar slíkt er ekki gert annars staðar. Þeir krefjast þess um leið af okkur að vissa sé fyrir því að aðbúnaður sé allur eins og best verður á kosið,¿ segir Margret Wittenberg.

Whole Foods rekur 160 verslanir í Bandaríkjunum, Bretlandi og Kanada og hefur um nokkurra ára skeið selt lambakjöt frá Norðlenska og er kjötinu dreift fersku á markaðinn á tímabilinu ágúst ¿ desember. Í ár fóru um 100 tonn frá Norðlenska í verslanir Whole Foods sem er ígildi u.þ.b 200 tonna í heilum skrokkum*. En hvað segir Margret Wittenberg. um gæði íslenska lambakjötsins. Hvað segja viðskiptavinir Whole Foods?

¿Þeim þykir íslenska kjötið frábærlega gott, bæði bragðgott og áferðarfallegt kjöt. Það myndast alltaf eftirvænting þegar íslenska kjötið kemur á markaðinn,¿ sagði Margret Wittenber og lýsti ánægju sinni með þau sauðfjárbú sem hún sá í Íslandsheimsókninni.

 

Í tilefni ferðarinnar kynntu Whole Foods hópurinn niðurstöður úr árlegri gæðakönnum (Demonstration Report) en hún er gerð meðal viðskiptavina Whole Foods.  Í þessum könnunum fær lambakjötið vægast sagt mjög góða dóma m.a.

 

¿The taste of the boneless lamb was superb¿  ¿

¿The shoppers enjoyed the demo completely¿

¿The lamb is so tender¿ 

¿Excellent taste¿

¿Flavorful, yet very mild¿

¿Customers absolutely thought the Icelandic lamb was phenomenal¿

 

Slíkir dómar eru gegnumgangandi meðal allra verslana Whole Foods.

Á þessu má greinilegt merkja að íslenska lambakjötið er að fara vel í kanann.

 

 

Aukinn útflutningur og hærra verð?

Sigmundur Ófeigsson, framkvæmdastjóri Norðlenska, segir heimsókn hópsins frá Whole Foods mjög mikilvæga og vonandi skref í þá átt að tryggja íslenska lambakjötinu enn betri sess innan Whole Foods keðjunnar.

¿Vinnu við mótun þessara staðla og krafna sem Whole Foods setur gæti lokið í vor og fari allt á besta veg getur það skilað okkur 5-7% hækkun á verði. Íslenska kjötið á mikla möguleika á að ná inn í hæsta gæðaflokk og það þýðir að það fær betra hillurými í verslununum og meiri athygli. Við vitum að eitt af því sem hefur þótt athugavert er hversu lengi sauðfé er lokað á húsi hjá okkur en ég hygg að heimsóknin núna hafi aukið skilning á því hvaða ástæður eru fyrir því,¿ segir Sigmundur.

Aðspurður segir hann að sala til Whole Foods geti átt eftir að aukast, jafnvel um helming. ¿Kröfurnar eru mjög miklar innan Whole Foods og varan seld dýru verði. Okkur sýnist að það sé vel raunhæft að selja um og yfir 200 tonn eða ígildi 400 tonna* og það ráðum við auðveldlega við. Það fæst gott verð fyrir framleiðsluna í dag en okkar vandi sem stendur er gengi krónunnar. Þær ytri aðstæður breyta hins vegar ekki því að við vinnum að því af fullum krafti að auka við söluna til Whole Foods og ná hærra verði fyrir það kjöt sem við flytjum út.¿ segir Sigmundur Ófeigsson, framkvæmdastjóri Norðlenska.

 

 

 

* ¿Ígildiskíló¿ er reiknað út frá verðmæti þess hráefnis sem verið er að vinna, að teknu tilliti til rýrnunar  vörunnar.  Eftir því sem varan er unnin meira, þeim mun verðmætari er varan.  Þannig að til að vinna 100 tonn af fullunninni vöru fyrir Bandaríkjamarkað þarf 200 tonn af skrokkum.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook