Fréttir

Fundir með bændum

Stjórnarformaður og starfsmaður Búsældar boðuðu til funda með bændum á suður og austurlandi. Á fundunum voru auk þeirra Búsældarmanna, þrír frá Norðlenska. Haldnir voru alls fimm fundir sem tókust með ágætum. Fundarefnið var sláturtíðin sem var að ljúka auk þess sem málefni Búsældar og Norðlenska voru einnig til umræðu.

Stjórnarformaður og starfsmaður Búsældar boðuðu til funda með bændum á suður og austurlandi. Á fundunum voru auk þeirra Búsældarmanna,  þrír frá Norðlenska.Haldnir voru alls fimm fundir sem tókust með ágætum. Fundarefnið var sláturtíðin sem var að ljúka auk þess sem málefni Búsældar og Norðlenska voru einnig til umræðu.

Allgóð mæting var á fundina og umræður voru fjörugar. Eitt af því sem vakti athygli var að margir nýir innleggjendur komu með innlegg í sláturhús Norðlenska á Höfn og er ljóst að þar hafa verið bændur með gott fé, því kjötmat hússins hækkar mikið þrátt fyrir að hafi verið gott fyrir. Veruleg aukning innleggs á Höfn varð til þess að met slátrun varð í því húsi eða um 34.000 dilkar.

 


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook