Fréttir

Fyrsta Goðamót ársins var um helgina

Úr leik Reykjavíkurliðanna Þróttar og Fjölnis um helgina.
Úr leik Reykjavíkurliðanna Þróttar og Fjölnis um helgina.

Fyrsta Goðamót Þórs í knattspyrnu á þessu ári fór fram um helgina í Boganum. Það voru um það bil 340 stúlkur í 4. aldursflokki, frá 16 félögum hvaðanæva af landinu, sem reyndu með sér. Norðlenska hefur verið aðal samstarfsaðili Þórsara frá því Goðamótið var sett á laggirnar fyrir átta árum.

Mótið um helgina er það 22. í röðinni og í vor þegar fjórða og síðasta mót ársins, fyrir 6. flokk stráka, verður að baki verða Goðamótin orðin 25 á átta árum.

Til gamans má geta þess að HK úr Kópavogi sigraði í keppni A-liða, lagði hitt Kópavogsliðið, Breiðablik, í úrslitaleiknum. Breiðablik vann hins vegar gullverðlaun í keppni B-, C- og D-liða. Sigraði gestgjafana í Þór í úrslitaleik B-liða, vann Knattspyrnufélag Akureyrar í úrslitaleik C-liða og í úrslitaleik D-liða gerðu Breiðablik og Fjölnir úr Grafarvogi jafntefli 1:1 eftir framlengingu. Þá var hlutkesti varpað og Blikarnir höfðu heppnina með sér.

Að verðlaunaafhendingu lokinni var slegið upp grillveislu að vanda - og allir fóru heim saddir og glaðir eftir að hafa gætt sér á Goðapylsum.

Áhugasamir geta séð nánari umfjöllun um mótið, í máli og myndum, á heimasíðu Goðamótanna með því að smella á þennan tengil: www.godamot.blog.is

 


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook