Fréttir

Gamla, góða KEA-kindakæfan aftur fáanleg

Gamla og góða KEA-kindakæfan er nú aftur fáanleg, eftir töluvert hlé. KEA-kindakæfan var hér á árum áður seld í grænum niðursuðudósum, en er nú fáanleg í nýjum pakkningum. Uppskriftin er hins vegar hin sama og í gamla daga. Ingvar Már Gíslason, markaðsstjóri Norðlenska, segir að þessi gamalgróna vara hafi fengið mjög góðar viðtökur og neytendur kunni greinilega vel að meta að geta endurnýjað kynnin við "gamlan vin".

Ingvar Már segir að á undanförnum mánuðum hafi orðið umtalsverðar breytingar í neysluvenjum fólks. Það sæki í auknum mæli í ódýrari kjötvörur - t.d. hakk, búðinga og ýmsar ódýrari frystivörur. Þessum breyttu óskum neytenda hefur verið mætt á ýmsan hátt. Nefna má t.d. að nú hefur Norðlenska aftur hafið sölu á hálfum lambaskrokkum í pokum og þá eru á boðstólum kjötbollur í kílóa pakkningum og margt fleira.

Á síðastliðnu ári flutti Norðlenska út umtalsvert magn af lambakjöti og unnum kjötvörum. Stærstu markaðirnir voru Færeyjar og Bretland en einnig var töluvert flutt út af heilum lambaskrokkum á Noreg. Ingvar Már segir að framhald verði á þessum útflutningi í ár. Til Færeyja fari þannig umtalsvert magn af ýmsum kjötvörum og til Bretlands selji Norðlenska mikið magn af slögum, en þar eru þau nýtt til kebabframleiðslu.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook