Fréttir

Garnir til Egyptalands

Norðlenska selur í haust um 100 þúsund lambagarnir til Egyptalands, þar sem þær eru fullverkaðar, flokkaðar og seldar áfram til notkunar við framleiðslu á pylsum. Verðið er þokkalegt, að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins, miðað við verð sem fengist hefur fyrir aðrar afurðir á erlendum mörkuðum. Þó væri þessi útflutningur ekki arðvænlegur ef gengið á krónunni væri annað, segir Ingvar Gíslason markaðsstjóri Norðlenska.

Norðlenska leitast sífellt við að búa til verðmæti úr þeim afurðum sem falla til í sláturtíðinni; lambagarnir eru ein þeirra. Fyrirtækið sem fullverkar garnirnar í Egyptalandi selur þær aðallega í Evrópu.

Að sögn Reynis Eiríkssonar, framleiðslustjóra Norðlenska, minnkar úrgangur fyrirtækisins verulega við sölu garnanna og úr verða verðmæti. „Vegna lélegs verðs höfum ekki hirt garnir síðustu þrjú ár en í haust varð breyting þar á og það er vissulega mjög ánægjulegt að þetta borgi sig,“ segir Reynir.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook