Fréttir

Góð páskasala

Prýðileg sala hefur verið á vörum Norðlenska núna fyrir páskana og gildir það t.d. bæði um grillkjöt og hangikjöt, að sögn Sigmundar Hreiðarssonar, vinnslustjóra Norðlenska á Húsavík.
Salan á kjöti um páska tekur yfirleitt mið af veðrinu. Ef góðviðri er um páska er mikil sala í grillkjöti, en páskahret þýðir meiri sölu í hangikjöti. En núna er hvorttveggja uppi á teningnum. Veður hefur verið fádæma gott að undanförnu um allt land og margir hafa þegar tekið fram grillin. En góð sala í grillkjöti hefur þó ekki dregið úr áhuga landsmanna á hangikjötinu, nema síður væri. “Páskasalan hefur verið mjög góð og við getum ekki annað en verið vel sáttir,” segir Sigmundur og bætti við að sala Norðlenska í nýliðnum mars hafi verið töluvert meiri í ár en í sama mánuði í fyrra.
“Við fundum það fyrir helgi að páskasalan var þá komin í fullan gang og það var mikið að gera hjá okkur í gær og verður áfram í dag,” segir Sigmundur.

Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook