Fréttir

Góð sala í sumar

Sala afurða Norðlenska hefur gengið ágætlega á þessu ári og þegar á heildina er litið er aukning í sölu frá fyrra ári. Salan í júní var með besta móti og hún hefur einnig gengið vel í júlí.

Salan á grillkjötinu er sem fyrr beintengd veðurfarinu. Þegar veður er gott selst grillkjötið vel, en norðan rigning og kuldatíð og grill fer ekki vel saman. Framan af sumri var prýðileg sala á grillkjöti á suðurhluta landsins, enda veðrið þar gott. Ef að líkum lætur tekur salan síðan góðan kipp á norðurhluta landsins núna þegar veðurguðirnir hafa sýnt sitt rétta andlit.

Sala afurða út fyrir landssteinana hefur einnig gengið ágætlega á þessu ári. Til Færeyja selur Norðlenska margar vörutegundir undir Goða-vörumerkinu - t.d. saltkjöt, svið, læri, hryggi, framparta, súpukjöt o.fl. Til Bretlands selur Norðlenska slög og lambafitu, sem þarlendir nota til kebabvinnslu.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook