Fréttir

Goðamótin að byrja

Hin árlegu Goðamót Þórs í knattspyrnu hefjast um komandi helgi þegar stelpur í 4. og 5. aldursflokki sýna leikni sína í Boganum. Þetta er fyrsta af þremur Goðamótum í ár, en eins og nafn mótanna gefur til kynna er Norðlenska aðal styrktaraðili mótanna.

Goðamót Þórs hafa áunnið sér fastan sess og ár frá ári hefur þátttakendum verið að fjölga. Í ár má ætla að í það minnsta 2.000 manns leggi leið sína til Akureyrar í tengslum við Goðamótin þrjú, en fyrsta mótið er fyrir 4. og 5. flokk kvenna helgina 22.-24. febrúar, annað mótið fyrir 5. flokk karla 29. febrúar til 2. mars og þriðja mótið  fyrir 6. flokk karla 14.-16. mars.

Á hverju móti eru á bilinu 50-56 lið, sem þýðir að þátttakendur í hverju móti eru um 500 auk fararstjóra og þjálfara. Heildarfjöldi þátttakenda er því um 1500 auk þjálfara og fararstjóra. Þar við bætist mikill fjöldi foreldra þátttakenda sem kemur til Akureyrar með krökkunum og tekur þátt í mótunum af lífi og sál.

Norðlenska sendir þátttakendum í Goðamótunum og öllum sem að þeim koma óskir um að vel takist til og gleðin verði allsráðandi á mótunum.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook