Fréttir

Góðir gestir frá USA í heimsókn hjá Norðlenska

Hópurinn ásamt feðgunum að Garði 1
Hópurinn ásamt feðgunum að Garði 1
Útflutningur til Bandaríkjanna er hafinn af fullum krafti og hafa þegar verið send utan um 46 tonn af unnu lambakjöti. Í síðastliðinni viku komu gestir frá Whole Foods í Bandaríkjunum í heimsókn til Norðlenska.

Útflutningur til Bandaríkjanna er hafinn af fullum krafti og hafa þegar verið send utan um 46 tonn af unnu lambakjöti.  Í síðastliðinni viku komu gestir frá Whole Foods í Bandaríkjunum í heimsókn til Norðlenska.
     Hópurinn sem samanstóð af 13 verslunar og kjötkaupmönnum Whole Foods verslananna skoðaði sláturhúsið og vinnsluna á Húsavík.  Mikil ánægja ríkti meðal fólksins um allan aðbúnað til vinnslu og slátrunar hjá Norðlenska.  Að lokinni vel heppnaðri heimsókn var haldið með hópinn í Mývatnssveit.  Hópurinn snæddi hádegismat í fjósinu hjá Ólöfu í Vogum þar sem aðeins voru á boðstólnum afurðir ræktaðar á býlinu.  Að því loknu var haldið að bænum Garði 1 þar sem búskapurinn hjá Halldóri í Garði var skoðaður.  Bandarísku gestirnir fengu meðal annars að smakka á reyktri bleikju sem veidd er í Mývatni og reykt á bænum.  Að endingu fór hópurinn í skoðunarferð um Mývatn og skolaði meðal annars af sér ferðaþreytuna í Jarðböðunum í Mývatnssveit.  Það var því þreyttur en ánægður hópur Bandaríkjamanna sem hélt suður yfir heiðar á vit nýrra ævintýra þar.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook