Fréttir

Góðum áfanga fagnað

Hressar stelpur í Norðlenska
Hressar stelpur í Norðlenska
Starfsmenn í kjötvinnslu Norðlenska á Akureyri og stjórnendur fyrirtækisins fögnuðu góðum áfanga við lok vinnuviku í dag, enda rík ástæða til. Á undanförnum vikum hefur aðal vinnslusalur Norðlenska verið endurnýjaður verulega, skipt um gólf, salurinn málaður og sett upp ný lýsing.

"Okkur þótti full ástæða til þess að fagna þessum áfanga með starfsfólki okkar, enda hefur það lagt mikið á sig til þess að þetta væri unnt og án óþrjótandi þolinmæði þess og vinnusemi hefði þetta ekki getað gengið. Við settum okkur það takmark að ráðast í þessa framkvæmd án þess að hefði áhrif á okkar vinnslu og afhendingu vara og það tókst. Ég vil segja að það hafi í raun verið ótrúlegt afrek," sagði Eggert H. Sigmundsson, vinnslustjóri Norðlenska á Akureyri.

"Vinnslusalurinn hefur verið lokaður vegna endurbóta síðan í byrjun febrúar. Gólfið var brotið upp og nýtt gólf steypt og síðan sett kvartsefni yfir. Þá var salurinn málaður og sett upp ný ljós. Það má segja að hann sé eins og nýr. Við byrjuðum síðan vinnslu í salnum núna í vikunni og það var ekki laust við að starfsfólk væri fegið, því óneitanlega hefur verið mikið púsluspil að halda fullum afköstum í vinnslunni á meðan þetta 300 fermetra rými hefur verið endurnýjað," sagði Eggert.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir sem voru teknar í starfsmannahófinu í endurbættum vinnslusal í Norðlenska síðdegis í dag.

nordlenska_1__minni 

nordlenska_2__minni

nordlenska_3__minni

nordlenska_4__minni

nordlenska_5__minni

nordlenska_6__minni

nordlenska_7__minni

nordlenska_8__minni


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook