Fréttir

Grillvertíðin að hefjast

Í hönd fer hvítasunnuhelgin og má ætla að margir leggi land undir fót, dvelji í sumarbústöðum o.s.frv. Grillvertíðin er hafin, þó svo að kraftur færist að venju ekki í hana fyrr en hlýnar enn frekar í veðri. En víst má telja að margir setji kjöt á grillið um helgina. Eilitlar breytingar hafa orðið á grillvörulínu Norðlenska frá sl. sumri, að sögn Sigurgeirs Höskuldssonar, vöruþróunarstjóra Norðlenska.

„Við erum með nýjar marineringar frá sl. sumri, en það eru þó engar meiriháttar breytingar. Við höldum áfram á sömu braut og sl. sumar að marinera eða krydda kjötið með fersku kryddi. Þessi nýja lína hjá okkur í fyrra fékk mjög góð viðbrögð og við höldum áfram að vinna með hana á grillmarkaðnum í sumar," segir Sigurgeir og bætti við að í sumar verði sú nýjung frá Norðlenska á grillmarkaðnum að bjóða upp á beinlausar lambalærissteikur. „Við leggjum áfram áherslu á að vera með lágmarks saltmagn í kjötinu og milt bragð. Markaðurinn kallar á slíka vöru og sömuleiðis er Lýðheilsustöð með þau tilmæli að kjötið sé sem minnst saltað," segir Sigurgeir og bætir við að spurn eftir grillkjöti haldist nokkuð í hendur við veðurfarið. Um leið og sólin skíni stóraukist sala á grillkjöti. „Grillvertíðin er þegar byrjuð, en hún fer ekki í fullan gang fyrr en í byrjun júní," segir Sigurgeir.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook