Fréttir

Hagnaður fyrstu tíu mánuði ársins umfram væntingar

Hagnaður af rekstri Norðlenska eftir fyrstu tíu mánuði ársins er umfram væntingar. Vörusalan fyrstu tíu mánuðina er um 2,4 milljarðar króna, en var um 2,5 milljarðar króna allt árið 2005. Þessar upplýsingar koma fram í fréttabréfi Norðlenska og Búsældar sem var dreift síðastliðin föstudag.

Í frétt um afkomu Norðlenska segir orðrétt: “Góður rekstur hefur gert mögulegt að lækka skuldir um 120 milljónir og eiginfjárhlutfall hefur hækkað úr 16,0% um síðustu áramót í 19,1% um síðustu mánaðamót. Góðar rekstrarhorfur eru fyrir síðustu tvo mánuði ársins, hráefnastaða fyrirtækisins er góð og spurn eftir mikið unnum kjötvörum sífellt vaxandi.”

Hagnaður af rekstri Norðlenska eftir fyrstu tíu mánuði ársins er umfram væntingar. Vörusalan fyrstu tíu mánuðina er um 2,4 milljarðar króna, en var um 2,5 milljarðar króna allt árið 2005. Þessar upplýsingar koma fram í fréttabréfi Norðlenska og Búsældar sem var dreift síðastliðin föstudag.

Í frétt um afkomu Norðlenska segir orðrétt: “Góður rekstur hefur gert mögulegt að lækka skuldir um 120 milljónir og eiginfjárhlutfall hefur hækkað úr 16,0% um síðustu áramót í 19,1% um síðustu mánaðamót. Góðar rekstrarhorfur eru fyrir síðustu tvo mánuði ársins, hráefnastaða fyrirtækisins er góð og spurn eftir mikið unnum kjötvörum sífellt vaxandi.”

Norðlenski stærsti sláturleyfishafinn

Í fréttabréfinu kemur fram að samkvæmt tölum Landssamtaka sláturleyfishafa hafi verið mest heildarslátrun hjá Norðlenska fyrstu tíu mánuði ársins, eða samtals 3.347 tonn, sem er 20,69% af heildarslátrun í landinu.

Álag greitt vegna allra viðskiptasamninga

Þá kemur fram í fréttabréfinu að vegna góðrar afkomu Norðlenska hafi verið ákveðið að greiða 1,4% álag á allt innlegg ársins 2006 hjá félagsmönnum Búsældar sem gert hafa viðskiptasamninga við Norðlenska. Þessar álagsgreiðslur nema samtals um 11 milljónum króna. Álagsgreiðslurnar verða greiddar bændum síðari hluta desember.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook