Fréttir

Handboltamenn skrifuðu undir samninga

Glæsilegur hópur vaskra manna kom í heimsókn til Norðlenska á föstudaginn. Þar voru á ferðinni leikmenn, nýráðnir þjálfarar og forráðamenn Akureyrar - handboltafélags og var tilefnið það að skrifa undir samninga við Heimi Örn Árnason og Bjarni Fritzson, sem taka við þjálfun liðsins af Atla Hilmarssyni að þessari leiktíð lokinni, við Sævar Árnason sem verður áfram aðstoðarþjálfari, og við leikmennina Sveinbjörn Pétursson og Hörð Fannar Sigþórsson.

Fulltrúar margra fjölmiðla voru með í för á föstudaginn. Ástæðan fyrir því að blaðamannafundurin var haldinn í höfuðstöðvum Norðlenska er sú að fyrirtækið er einn af helstu samstarfsaðilum Akureyrar - handboltafélags.

Heimir og Bjarni, sem verið hafa einir helstu máttarstólpar í Akureyrarliðinu, verða áfram í hópi leikmanna, auk þess að þjálfa. Samningurinn við þá félaga er til tveggja ára, en Sveinbjörn og Hörður Fannar sömdu til eins ár. Báðir hafa verið í risastórum hlutverkum í Akureyrarliðinu, eins og hinir nýráðnu þjálfarar.

Á myndinni eru, frá vinstri, Hörður Fannar Sigþórsson, Sævar Árnason, Bjarni Fritzson, Hannes Karlsson formaður Akureyrar - handboltafélags, Heimir Örn Árnason og Sveinbjörn Pétursson.

Frétt og fleiri myndir má sjá HÉR, á vef Akureyrar - handboltafélags. HÉR má sjá sjónvarpsrétt RÚV á föstudagskvöldinu (umfjöllun um Akureyri hefst eftir 24,13 mín.), HÉR er frétt Morgunblaðsins um málið á laugardag og HÉR og HÉR fréttir af vef Vikudags. Sjá einnig sport.is og akureyri.net.


Svæði

Norðlenska ehf

Grímseyjargötu
600 Akureyri

s. 469-4500

kt: 500599-2789

upplysingar@nordlenska.is

Póstlistinn

Skráðu þig á póstlistann hjá okkur og fáðu fréttir sendar á netfangið þitt.

Vörumerki Norðlenska

GoðiKEAHúsavíkur kjötBautabúrið

Goði á facebook